Skýjaborgir vape shop

nóvember 22, 2018 – Jóel Einar Halldórsson

Vape vökvar á djúsbarnum
Vape vökvar á djúsbarnum

Líklega löngu kominn tími á það en við ætlum að opna lítið blogg á síðunni okkar og ræða um allt tengt vape. 

Kannski er best að byrja á lítilli sögu um stofnun Skýjaborga.
Skýjaborgir opnaði þann 2. jan 2018 af þremur vinum með það sameiginlega markmið að bjóða upp á vape.
Markmið okkar voru einföld; Bjóða upp á gott úrval, frábær verð, afbragðs þjónustu og koma með spennandi nýjung á markaðinn, djúsbarinn okkar.
Núna næstum einu ári síðar stöndum við stolt að horfa á sköpunina okkar og höldum ótrauð áfram við að byggja upp verslunina.

Við viljum nota tækifærið og segja takk við alla sem hafa hjálpað okkur að komast á þennan stað. Ánægðir viðskiptavinir, sem koma til okkar aftur og aftur eru ástæðan þess að við erum hér í dag.